Jólahvað??
Fyrsti aðventusunnudagurinn kominn og farinn og jólin nálgast óðum. Emilía lét sér fátt um finnast, en fannst mosinn á kertastjakanum mjög spennandi. Hún teygir sig eftir öllu þessa dagana, vill koma við allt og helst borða það! Hún er greinilega mikil bjartsýnismanneskja því hún reynir að ná í allt, jafnvel þótt það sé langt út fyrir hennar "armlengd", en hún er nú ekki mikil sem betur fer. Verður svo ægilega pirruð þegar hún nær ekki.
Annað sem henni finnst gaman að gera er:
Sitja sjálf
Horfa út um gluggann
"Fljúga"
Skoða smekkinn sinn sem er rauður og flottur
Borða hárið á dúkkunni sinni
Segja bababa, dadada, blablabla
Grúfa höfðinu í teppið, eða í peysuna á þeim sem heldur á henni og tala
Sitja í stólnum sínum og borða með okkur Óla
Hlusta á "heyrðu snöggvast snati minn" (mamma syngur)
Æfa sig í að setja snuðið sjálf upp í sig (orðin ansi lunkin)
Sitja í vagninum og horfa á trén og húsin, fólkið og bílana
Henni finnst hins vegar ekki gaman að:
Sofa þegar hún er ekki þreytt
Láta klæða sig í útigalla og flís innandyra
Vera með vettlinga
Geta ekki skriðið
Sitja kyrr á kaffihúsi og mega ekki einu sinni halda á kaffibolla