Emilía Þórný og Anna Soffía

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Með stjörnur í augum...


Emilía var eins og maður segir á útlensku “starstruck” á laugardag eftir Latabæjarhlaupið, en hún var svo nösk að sjá Íþróttaálfinn sjálfan álengdar í lok skemmtanahaldsins og heilsaði auðvitað upp á hann. Emilía sem aldrei hefur viljað koma nálægt jólasveinum eða öðrum búningaklæddum furðufuglum spjallaði við þennan landsþekkta orkubolta í bláa gallanum og hreyfði engum mótmælum þegar hann tók hana upp og dáðist af nýja verðlaunapeningnum. Við náðum því þessum fínu myndum af þeim saman en sú stutta hefur verið uppveðruð síðan yfir þessum merkilega fundi og segir öllum frá sem vilja heyra ! Allur Reykjavíkur maraþon og Menningarnætur dagurinn var annars hinn besti, að undanskildum nokkrum góðum skúrum. Dagurinn snérist að mestu um Latabæjarhlaupið enda mikið um dýrðir þar fyrir 3ja ára skvísu. Emilía hljóp sinn fyrsta Latabæjarhring og sagðist ætla að hlaupa annan “á morgun” áður en hún fór að sofa. Svo dreymdi hana eflaust Íþróttaálfinn, Sollu stirðu og Skoppu og Skrítlu. Eftir að hafa skilið að stelpur væru “sollur” og strákar “íþróttaálfar” eftir talsverð mótmæli um tíma, þá er hún núna á báðum áttum aftur og segist vilja vera íþróttaálfur. Þessi kynskipti heimur er stundum meira en lítið skrítinn fyrir lítið fólk.
Anna Soffía fylgdi systur sinni á þennan viðburð, en hélt sig í vagninum allan tímann, enda ekki út farandi í þessa rigningu og rok.... ;=)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim