Emilía Þórný og Anna Soffía

mánudagur, apríl 07, 2008

Anna Soffía Ólafsdóttir


"Litla systir" var skírð Anna Soffía ídag og nú er að venjast nýja nafninu og muna að nota það í stað allra hinna nafnanna sem hún hefur hlotið á meðan beðið var með að tilkynna hið eiginlega nafn. Hún hefur verið títtnefnd "litla systir", "litla", "lúllhildur" og "snúllhildur", en eins og Svíar segja "kärt barn har många namn" og það á svo sannarlega við hér.
Séra Ólafur Jóhannsson skírði stúlkuna hjá ömmu Dísu og var bæði skírn og veislan haldin þar. Skírnarvottar voru þær Sonja og Ingibjörg en þær bera nú ábyrgð á kristilegu uppeldi þeirra systra, Emilíu og Önnu Soffíu.
Emilía stóð sig með prýði, stóð alveg grafkyrr hjá okkur á meðan á skírninni stóð en tók þó fram eftir skírnina að hún hefði ekki sungið (alltaf jafnheiðarleg :=). Hún er alltaf ljúf og góð við litlu systur sína, segir "svona, svona litla systir, ekki gráta, ég er hjá þér" þegar hún grætur og ef hún heldur áfram að gráta er það endurtekið. Ef gráturinn er hávær, þá næstum kallar hún þetta, svo systirin heyri nú örugglega í sér. Um daginn sagði hún svo þegar Óli var að ganga um gólf með Önnu Soffíu grátandi: "Svona, svona litla systir, ekki gráta, þú ert hjá pabba, pabbi er skemmtilegur" :=)

5 Ummæli:

  • Til hamingju með skírnina og nafnið á litlu dúllunni.

    Kveðja,
    Hjördís & co

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 1:09 e.h.  

  • Til hamingju með litlu sys...ég meina Önnu Soffíu !! ;) Fallegt nafn á fallega stúlku.
    Knús til hele familjen frá okkur Stangelands i Sverige.

    Höfundur Blogger Begga, Þann 6:17 e.h.  

  • Til hamingju með nafnið. Það er mjög fallegt. Soldið sænskt kannski ;) Ég hugsaði amk strax Ann Sofie. Bestu kveðjur frá okkur á Þorfinnsgötu og Íris við gætum nú kannski hittst eitthvað með ungana? Kv Ólöf

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 6:41 e.h.  

  • Til hamingju með fallegt nafn. Anna Soffía er ekkert smá heppin að eiga svona góða stóru systur :)
    Kveðja frá fjölskyldunni í Mávahlíð.

    Höfundur Blogger Brynja, Þann 11:19 f.h.  

  • Innilega til hamingju bæði með fallega stúlku og fallegt nafn.

    Kærar kveðjur til allra.

    Steinunn frænka og co.

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 10:15 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim