Já halló !
Hæ hæ
Hér eru svo komnar myndir frá árinu 2007 fyrir ættingja og vini nær og fjær.
Af okkur er allt gott að frétta. Emilía er nú að verða 2 1/2 árs í byrjun desember og orðin "stór og sterk" eins og hún segir frá. Henni finnst mjög gaman á leikskólanum, enda komin á Bangsaland með vinkonu sinni Guðnýju Eddu en þær hafa nú verið saman á leikskóla frá því þær voru 1 árs, eða frá haustinu 2006 á Lundi. Þær stöllur eiga svo báðar von á systkinum fljótlega, Emilía 7. mars og Guðný Edda 20. febrúar, þannig að það verður stutt á milli þeirra eins og systra þeirra.
Húsbyggingar ganga hægt og hljótt fyrir sig, Emilía hefur fengið úthlutað hornherbergi í Lofnarbrunni 4 og finnst alltaf jafn gaman að spóka sig í hálffokheldu húsinu. Litla systir verður svo hinu megin á ganginum þ.a. verður stutt að kíkja í heimsókn. Það er sama fyrirkomulag á Lofnarbrunni 2, eldri systirin með hornherbergið og sú yngri með hitt herbergið. Við höfðum hugsað okkur að flytja inn fyrir jól þegar verkið hófst en það verður ansi hrörleg vist og köld ef af verður.
Húsbyggingar ganga hægt og hljótt fyrir sig, Emilía hefur fengið úthlutað hornherbergi í Lofnarbrunni 4 og finnst alltaf jafn gaman að spóka sig í hálffokheldu húsinu. Litla systir verður svo hinu megin á ganginum þ.a. verður stutt að kíkja í heimsókn. Það er sama fyrirkomulag á Lofnarbrunni 2, eldri systirin með hornherbergið og sú yngri með hitt herbergið. Við höfðum hugsað okkur að flytja inn fyrir jól þegar verkið hófst en það verður ansi hrörleg vist og köld ef af verður.
//OLI
4 Ummæli:
jibbbbíííí gaman að fá nýjar myndir. Við vorum næstum búin að gleyma hvað Emilía er sæt ;) Fínt að fá áminningu. Foreldrarnir náttlega alveg sæt líka !
Litla systir hinum megin gangsins í Lofnarbrunni? Var búið að tékka og ekki láta okkur vita ? Við barasta fréttum svona í netfréttum ;) Óli.. þú verður að passa uppá karlhormónin... þau eru að verða útlæg !
Höfundur Begga, Þann 3:49 e.h.
:-) já, Íris hefur eitthvað klikkað í tilkynningaskyldunni. Það var lítið hægt að sjá í sónarnaum þ.a. ljósan beitti útilokunaraðferðinni og sagði að þetta væri líklegast nett dama á ferðinni. Þetta verður kvennafans í Lofnarbrunni 2-4, 4 stelpur á 5 ára tímabili.
Höfundur Iris og Oli, Þann 11:04 e.h.
Til hamingju með nýja barnið :)
Hverjir búa í hinu húsinu? Var ekki Eyrún og þau að byggja nálægt ykkur?
Höfundur Sonja, Þann 3:11 f.h.
Takk fyrir það
Það er æskuvinur minn, Magnús Bergmann, og fjölskylda sem eru að byggja í næsta húsi.
Eyrún og þau eru í Hafnarfirði að byggja.
kv
Óli
Höfundur Iris og Oli, Þann 12:17 e.h.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim