Emilía Þórný og Anna Soffía

þriðjudagur, mars 04, 2008

Þorláksmessu stemmning



Þessi mynd var tekin í gærkvöldi af þeim mæðgum, Írisi og "litlu systur". Sú stutta er reyndar eitthvað að fela sig á myndinni eins og glöggir lesendur taka eftir. Á morgun er svo komið að því og áætlað að krílið komi í heiminn um eða upp úr hádegi. Hér er hálfgerð Þorláksmessu stemmning þar sem mikil tilhlökkun og spenna er í loftinu.

Emilía fékk aðeins að prufa "stóru systur" taktana á lítilli frænku sinni henni Kolbrúnu Evu, í síðustu viku, og við látum hér fylgja með eina mynd af þeim fínu samskiptum sem þær áttu. Emilía var voðalega áhugasöm um Kolbrúnu litlu og minntist á það síðast í dag að hún vildi hitta hana aftur. Nú verður spennandi að sjá hvað henni mun finnast um litlu systur en hún er nú þegar búin að lýsa því yfir að hún ætli að "klappa litlu systur og ekki lemja hana" (foreldrunum til mikils léttis). Svo ætlar hún líka að kenna henni að segja ýmislegt, eins og mamma, pabbi, Emilía og neits og játs (já og nei, með nýjum tilbrigðum), fyrir utan það að kenna henni sænsku, að skríða og ganga o.s.frv.

2 Ummæli:

  • Var að hugsa til ykkar og ákvað að kíkja hér inn og athuga hvort það hefði kviknað líf:)
    Gangi ykkur sem allra best á morgun, hlakka til að heyra fréttir og sjá eins og eina litla og sæta mynd:)
    Verður gaman að heyra hvernig Emilía tekur litlu systur.

    kv, Eyrún

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 12:20 f.h.  

  • Elsku vinir !
    Til hamingju með (það sem við efumst ekki um en getum þó ekki staðfest sökum lélegra myndgæða via símamyndar) enn eina gullfallega dótturina ;)
    Hlökkum til að sjá ykkur sún, knúsa, kreista og krama.
    Begga, Ingó & Hilmir

    Höfundur Blogger Begga, Þann 8:56 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim