Emilía Þórný og Anna Soffía

mánudagur, mars 19, 2007

Í Stokkhólmi ég skemmti mér

Við fjölskyldan fórum til Stokkhólms núna um daginn í heimsókn. Við gistum hjá Beggu, Ingó og Hilmi Viktor á Sandhamnsgatan og var mikil stemming hjá þeim litlu. Emilíu fannst náttúrulega alveg frábært að komast á "æskuslóðirnar" og sést hún hér í göngutúr um Gärdet á leið í brunch á Villa Källhagen. Ekki skemmdi fyrir að komast í dótið hans Hilmis Viktors og fá leikfélaga allan liðlangann daginn. Hún er annars orðin ansi ræðin þessa dagana og er farin að setja saman orð og mynda setningar og eru hér nokkur dæmi um orðsnilld stúlkunnar (takið eftir að þetta er ekki ritað skv. framburði)
"Emilía stríða ömmu" - Emilía hleypur um alla íbúð hjá ömmu sinni og lætur hana ekki ná sér.
"Emilía 1 árs, Mamma líka 1árs, Pabbi líka 1 árs" - Þegar við spyrjum Emilíu hversu gömul hún er.
"Kötturinn sat í glugganum, mamma sagði óóóóó" - Eitt kvöldið komum við heim og það var kominn köttur inn í þvottahúsið og hann sat í gluggakistunni.
Dúkkur eru að komast í mikið uppáhald hjá henni og finnst henni fátt skemmtilegra en að keyra dúkku um í vagni eins og í afmæli Natalíu Erlu frænku hennar í gær þar sem hún dundaði sér með dúkkuvagninn hennar nær allt afmælið. Í kvöld var svo Babyborn dúkkan böðuð 4 sinnum og þurrkuð vel og vandlega á eftir.

Three amigos

Hér eru þær vinkonurnar þrjár í Lofnarbrunni, Rósa, Emilía Þórný og Birna. Myndin er tekin sama dag og fyrsta skóflustungan var tekin að parhúsinu við Lofnarbrunn 2-4 og vildi svo skemmtilega til að stelpurnar voru allar klæddar í alveg eins galla og verður eflaust svo í framtíðinni hjá Lofnargenginu !