Emilía Þórný og Anna Soffía

mánudagur, desember 18, 2006

Síðustu tölur

Emilía fór í 18 mánaða skoðun í dag og fékk "mycket väl godkännt" á öllum sviðum. Hún er orðin heil 11.7 kg að þyngd og 84.5 cm að lengd og hefur aðallega lengst frá síðustu skoðun enda vaxtarlagið aðeins búið að breytast. Hún fékk sprautu í bossann en kvartaði ekki neitt, fannst bara allt svo spennandi hjá lækninum að hún tók varla eftir sprautunni. Síðan fór hún í jólaklippinguna hjá honum Dóra á Langholtsveginum og er nú ætlunin að mynda þessa fínu klippingu á morgun og setja á bloggið.
Á miðvikudagskvöldið koma svo Ingibjörg og Magnús og eru þá flutt heim frá Danmörku. Örvar er að vinna fram á jóladagskvöld og kemur þá með síðasta flugi. Það verður stemming hérna um jólin hjá þeim frændsystkinum enda verður familían Jensen eitthvað hérna fram í janúar á meðan íbúðin þeirra er standsett.

laugardagur, desember 16, 2006

Nei, nei, ekki um jólin



Emilía Þórný er nú orðin 18 mánaða síðan í byrjun desember. Það vantaði akkúrat eina viku upp á 18 mánuðina þegar hún sleppti og fór að ganga. Núna er hún alveg hætt að skríða og hleypur um allt á stjörnuinniskónum sínum. Hún hefur verið ansi oft veik síðastliðnar vikur og mikið heima. Hún byrjaði á því að fá lungnabólgu, svo fylgdi einhver öndunarfærasýking í kjölfarið og loks var þetta búið að þróast út í astma. Hún er því að fá púst núna 3svar á dag og sem betur fer er hún bara voða sátt við að fá pústið, annars væri þetta nú ansi erfitt. Núna er hún heima og fer ekkert í leikskólann fyrr en eftir áramót. Nú á að ná þessu alveg úr henni....for good.
Annars er hún farin að hlusta á jólalögin núna og er þar uppáhaldslagið að sjálfsögðu "Nei, nei, ekki um jólin". Það er sungið með í viðlaginu :-)