Emilía Þórný og Anna Soffía

sunnudagur, febrúar 27, 2005

28 vikna skoðun

Sl. fimmtudag var komið að þriðju ljósmæðraheimsókn til Gunillu "barnmorsku". Við rekum hana í vinnuna extra snemma þegar kemur að okkur, svo Íris nái lestinni til Vasteras kl. 8. Hún er svo almennileg að leyfa okkur að koma til sín kl. 7:30 og svo er farið rösklega í gegnum allar mælingar og pælingar, ekki tími fyrir neitt dúttl, og er það bara ágætt. Það hafði lítið breyst frá því síðast, annað en legbottnshæðin sem hafði aukist um 3cm í 27cm og fylgir þá nákvæmlega meðalkúrvunni enn sem komið er. Gunilla reyndi svo að þreyfa aðeins á fóstrinu og þóttist geta staðsett höfuðið sem hún hélt að snéri skáhallt niðurávið í skoðuninni. Krílið lét svo aðeins vita af sér í öllu þessu hnoði með einu góðu sparki beint í hlustunarpípuna þegar hún var að reyna að hlusta eftir hjartslætti. Hjartslátturinn mældist 148 slög/min samkvæmt nákvæmum talningum Óla.
Írisi líður annars vel og finnur lítið fyrir óléttunni fyrir utan skemmtilegar hreyfingar hjá bumbubúanum. Myndin hér fyrir neðan var tekin í dag (28vikur+2dagar).


sunnudagur, febrúar 13, 2005

24 vikna skoðun

Þann 27. jan. var komið að 24 vikna skoðuninni. þetta er fyrsta skoðun þar sem ljósmóðir mælir legbotnshæð og er bumban því fyrst þá komin á graf. Bumban reyndist vera "meðalbumba" með 23cm legbotnshæð og verður spennandi að sjá hvort hún haldi sig þar út meðgönguna eða fari að taka einhverja óeðlilega vaxtakippi (sem við skulum ekki vona). Allt annað var líka mjög "lagom", blóðþrýstingur, þyngd, blóðsykurmagn og járnmagn sem hafði reyndar fallið aðeins og Írisi því ráðlagt að taka járntöflur og borða brokkolí, sem hún auðvitað gerir daglega... Og svo kemur það merkilega. Óli fékk að klukka hjartsláttinn og reyndist hann 132slög/min. Í 14. viku var hann 165slög/min. Við teljum okkur því vera búin að afsanna regluna um að hjartslátttur stráka sé undir 150slög/min. og stelpna yfir 150slög/min. Næsta mæðraskoðun verður í 28. viku.