Emilía Þórný og Anna Soffía

mánudagur, júlí 17, 2006

Komin heim aftur

Eftir 2 vikna "Tour Scandinavia" komum við Emilía Þórný heim til Íslands í gærdag ásamt Ingibjörgu og Magnúsi. Emilíu fannst æðislegt að koma heim til sín og hló og skríkti þegar hún kom í herbergið sitt. Þetta var frábært frí, sól og gott veður allan tímann. Emilía var orðin nokkuð þreytt í lokin enda vorum við á ferðinni alla daga. Í gærkvöldi var hún alveg búin um sexleytið og sofnaði upp úr hálfsjö og svaf alveg til að verða hálfsjö í morgun. Síðan á eftir að taka nokkra daga að koma henni í rútínuna sína aftur enda hefur verið erfitt að fylgja henni eftir "punkt og prick" í fríinu.
Ég mun fljótlega setja inn nýjar myndir úr ferðalaginu á myndasíðuna
//OLI

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Í kóngsins Köben


Við Emilía erum nú komin til Kaupmannahafnar eftir frábæra viku í Stokkhólmi. Við komum á mánudag með lest frá Sth. og verðum fram á sunnudag en þá förum við heim og verðum samferða Ingibjörgu og Magnúsi. Við erum búin að rölta heilmikið um "bæinn" og hefur veðrið ekki svikið okkur og er hér sól og 25 upp á hvern dag. Á þriðjudaginn fórum við í heimsókn til Rakelar, Jóa, Marinós Mána og Arnars Nóa og grilluðum með þeim. Í gær ætluðum við svo í dýragarðinn en Emilía fékk hita og vorum við því heima allan daginn. Emilía er komin með nýjan leikfélaga, Magnús frænda sinn, sem hún lítur mjög upp til enda er hann 2 árum eldri en hún.
//Óli

sunnudagur, júlí 09, 2006

Í sól og sumaryl

Smá heilsa frá okkur í Svíthjód. Vid höfum fengid frábaert vedur hérna í Stokkhólmi, sól og 30 stiga hiti upp á hvern einasta dag. Emilíu finnst alveg aedislega gaman, hún faer ad striplast um og busla baedi í vötnum og heima í gardi. Á morgun fer svo Íris heim en vid Emilía höldum áfram til Köben ad heimsaekja Ingbjörgu, Örvar og Magnús. Thad er spád áframhaldandi blídu út naestu viku. Jibbbííííí
Á myndinni er Emilía ad busla í litlu lauginni hennar Viktoríu, dóttur Unnar og Alexanders, í sumarhúsi vid Mälaren. Hitastigid rétt yfir 30 og thá er gott ad vera í skugga og kaela sig adeins...aaaaaaaaaaahhhhh.