Emilía Þórný og Anna Soffía

laugardagur, mars 19, 2005

31 vikna skoðun


Fórum í rútínu chekkið hjá Gunillu á fimmtudaginn, komin 31 viku og maginn heldur sér á meðalkúrvunni áfram, legbotnshæðin orðin 29cm. Blóðþrýstingurinn hjá Írisi er áfram lágur þannig að ljósmóðirin sá ekki einu sinni ástæðu til þess að athuga hemoglóbínmagn eða blóðsykur, þetta tók því enga stund. Hjartslátturinn mældist um 140 slög/min.
Núna fer ekkert á milli mála að Íris sé ófrísk, maginn hefur vaxi mikið síðustu 2 vikurnar og er fólkið í vinnunni farið að biðja um að fá að koma við bumbuna. Íris finnur núna fyrir öllum hreyfingum barnsins og okkur finnst við farin að kynnast því dálítið og orðin forvitin að hitta þennan litla einstakling. Samkvæmt bókum okkar er það orðið um 1500gr og 40cm langt og Íris spyr sig hvort það sé þá ekki bara orðið "mátulega" stórt til að koma í heiminn (létt fæðing:=), en það er kanski betra að það fái að bakast aðeins lengur...
Við erum búin að "búa" síðustu vikurnar (þetta er vísst ákveðið fyrirbæri sem fólk gerir þegar það á von á barni), höfum endurinnréttað í geymslunni og svefnherberginu til að fá betra pláss fyrir allt sem fylgir krílinu og svo erum við komin á "nýjan" (fyrir okkur) bíl. Enduðum á því að kaupa hinn ágæta Svensson bíl, Volvo V40 2.0T, árgerð 2003 og erum hæst ánægð með hann.