Emilía Þórný og Anna Soffía

laugardagur, febrúar 18, 2006

búðarráp og lattesörpl

Öll vikan hefur farið í lítil kveðjuhóf með vinum hér í Stockhólmi og á fimmtudaginn var komið að síðasta degi þeirra Emilíu og Hilmis (öðrum nöfnum Frú Barbarú og Herra Strumpur) saman og þar með okkar Beggu líka. Dagurinn var vel nýttur í búðarráp í Faltöversten sem endaði svo á kaffihúsi. Litlu krílin skemmtu sér vel við að teygja sig í hvort annað og spjalla saman, með óvenjumikla þolinmæði í þessum leiðangri. Fyrir vikið náði ég að versla nokkrar fínar H&M flíkur á Emilíu sem passa væntanlega í sumar/haust. Get ekki neitað því að ég er komin með smá kveðju panikk, svona á síðustu stundu og finnst eins og ég hljóti að vera að gleyma einhverju hér í Svíþjóð en get ekki fundið út hvað það er.....

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Búin að pakka!

Emilía er hér búin að pakka sjálfri sér í kassa með lopapeysunni o.fl. En ætli hún fái nú ekki að fara í flugið með mömmu, það gæti verið erfitt að ná henni úr tollinum, hún er jú "made in Sweden". Elskan okkar var í svo kölluðu BOEL testi hjá hjúkkunni á barnavardscentralen um daginn og reyndist hún vera með leiftursnöggt viðbragð og fína heyrn. Svo var hún mæld 9.7kg og 74cm.
Hún fékk svo í fyrsta skiptið heimagerða máltíð ídag í staðinn fyrir Hipp dósamatinn. Þá varð tagliatelle með rjómabættri tómat og aubergine sósu fyrir valinu og borðaði hún það með bestu lyst mömmu til mikillar ánægju.

laugardagur, febrúar 04, 2006

8 mánaða og fjör færist í leikinn

Emilía Þórný er 8 mánaða í dag og ekkert ungabarn lengur. Hún er orðin talsvert fimari í höndunum og getur því leikið sér meira sjálf. Stundum væri gaman að vita hvað hún væri að hugsa! Henni finnst voðalega gaman þegar er líf og fjör, sjarmar fólk í kringum sig með því að horfa beint í augun á fólki og brosa sínu breiðasta, þetta er stundum dálítið óþægilegt þegar maður situr í Tunnelbananum, eða í biðröð einhvers staðar og kærir sig ekki um að fara að tala við ókunnuga. Hins vegar kemur það sér ágætlega á kaffihúsum og í búðum, það er ekkert sjaldgæft að allar afgreiðslustúlkurnar séu komnar til hennar að tala við hana.

Þetta finnst henni gaman:

  • Að leika sér að tágkörfu sem við eigum, hún er stór og spennandi
  • Dagblöð, tímarit og bækur
  • Fjarstýringar og lyklaborð
  • Stórar hrærur, sleikjur og annað dót úr eldhúsinu
  • Verkfærakassinn sinn, sem hún klemmur sig stundum á, þá er ekki jafngaman
  • Feluleikur
  • Að standa upp við eitthvað (þarf samt að passa hana vel)
  • Drekka úr málinu sínu
  • Borða mat með bitum í, þá reynir hún að tyggja eins og hún væri með tennur
  • Borða brauðsneið eða naga skorpu
  • Láta lesa fyrir sig upp úr "Unginn Kvakar" og "Boken om garden"
  • frussa
  • og margt, margt fleira...
Emilía er ekki komin með neinar tennur og er hún því ein eftir í foreldragrúppunni sem er ekki komin með tönn. Hún er ekki farin að skríða en dregur sig áfram á maganum. Talar mikið og segir: dadadada, mamamam, gagagaga, papapapa og aðra varianta af þessum hljóðum. Og svo er hún farin að reyna að klappa saman höndunum.