Emilía Þórný og Anna Soffía

laugardagur, febrúar 18, 2006

búðarráp og lattesörpl

Öll vikan hefur farið í lítil kveðjuhóf með vinum hér í Stockhólmi og á fimmtudaginn var komið að síðasta degi þeirra Emilíu og Hilmis (öðrum nöfnum Frú Barbarú og Herra Strumpur) saman og þar með okkar Beggu líka. Dagurinn var vel nýttur í búðarráp í Faltöversten sem endaði svo á kaffihúsi. Litlu krílin skemmtu sér vel við að teygja sig í hvort annað og spjalla saman, með óvenjumikla þolinmæði í þessum leiðangri. Fyrir vikið náði ég að versla nokkrar fínar H&M flíkur á Emilíu sem passa væntanlega í sumar/haust. Get ekki neitað því að ég er komin með smá kveðju panikk, svona á síðustu stundu og finnst eins og ég hljóti að vera að gleyma einhverju hér í Svíþjóð en get ekki fundið út hvað það er.....

1 Ummæli:

  • Gleymdir að pakka okkur með oní töskurnar ;)
    Knúsílús
    Strumpamamman og Hr. Strumpur

    Höfundur Blogger Begga, Þann 7:46 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim