Ég fer í fríið, ég fer..
Á morgun förum við til Sharm el Sheik í Egyptaland og verðum þar yfir jól og áramót ásamt foreldrum okkar, systrum og barni (Mamú ... eða Magnús). Það verður gaman að eyða jólunum í sól og sumri og fjarri ölli stressi. Í kvöld erum við búin að pakka niður ógrynni af farangri þar sem Emilíu föt og ýmsir fylgihlutir eru rúmlega helmingur. Þó hefur slæðst niður ein og ein flík á foreldrana sem og forláta "snorkl"græjur sem Íris segist ekki geta lifað án. Emilía er orðin mjög spennt fyrir ferðinni og hefur verið að máta sumarfötin sín undanfarna daga og sést hér að ofan með einn af mörgum sólhöttum sínum. Hún er aldeilis flott á því daman.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og góðs nýs árs 2006. Við sendum sólarkveðjur frá Egyptlandi. Sjáumst á næsta ári.
Óli, Íris og Emilía Þórný
3 Ummæli:
Góða ferð og hafið það gott í sólinni um jólin.
Kveðja,
Hjördís
Höfundur Nafnlaus, Þann 9:11 f.h.
Ef þetta er við Rauðahafið þá er snorkl algert möst! Bara muna sólarvörn 40 OG bol OG stuttbuxur... Svo mæli ég með McFalafel :)
Inga Hrund
Höfundur Nafnlaus, Þann 10:28 f.h.
Hafið það sem allra best. Vonandi náið þið að kafa smá við Rauðahafið. Hef það fyrir víst að það sé einn besti köfunarstaður í heimi.
Ása Sóley á svona nákvæmlega eins stól , eins á litinn og eins setu ;) En hún á ekki svona flottan sólhatt!
Höfundur Sonja, Þann 10:36 e.h.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim