Amma Dísa í heimsókn
Dísa var í heimsókn í nokkra daga og núna vorum við svo heppin að Emilía er orðin nógu dugleg að borða mat og drekka vatn þannig að hún getur farið í pössun. Við notuðum því tækifærið og skildum Emilíu eftir heima með ömmu Dísu á laugardagskvöldinu og að sögn Dísu gekk það eins og í sögu. Dísa kom með dúkku fyrir Emilíu og er það fyrsta dúkkan hennar. Hún (dúkkan), er með blá augu og mikið ljóst krullað hár og Óli var ekki lengi að nefna hana Ingibjörgu, enda ekkert svo frábrugðin Ingibjörgu föðursystur Emilíu. Þetta er líklegast fyrsta dúkkan sem er nefnd eftir henni, eða hvað Ingibjörg?
1 Ummæli:
Jú, mikið rétt, þetta er fyrsta dúkkan sem nefnd er í höfuðið á mér. Ég er vitanlega afar stolt!!!
Knús og kram,
Ingibjörg föðursystir:-)
Höfundur Nafnlaus, Þann 9:13 f.h.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim