Emilía Þórný og Anna Soffía

sunnudagur, nóvember 06, 2005

5 mánaða - fyrsti grauturinn

Emilía varð 5 mánaða á föstudaginn og þá var ákveðið að hún fengi að bragða á einhverju öðru en brjóstamjólk og varð Nestle hafragrautur fyrir valinu. Það er virkilega kominn tími til þess að hún prófi eitthvað nýtt, hefur starað á eftir matnum sem fer ofan í okkur í meira en mánuð núna og er þar að auki skyndilega farin að vakna á 4 tíma fresti til að drekka á nóttunni. Hún virtist bara ánægð með grautinn og opnaði munninn í hvert skipti sem skeiðin kom fljúgandi. Hefur fengið graut tvö kvöld í röð og sefur aðeins lengur núna.

2 Ummæli:

  • Glæsilegt hjá dömunni, farin að borða eins og lítil prinsessa! Annars vil ég biðja um fleiri myndir :-)

    Bestu kveðjur,

    Tante Ingibjörg.

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 6:04 e.h.  

  • Hmm... Kannast aðeins við lýsinguna á svefninum. Maður ætti kannski að athuga með þennan graut. Kann samt ekkert á þetta því systir hennar vildi aldrei sjá graut og vill ekki enn.

    Höfundur Blogger Sonja, Þann 11:34 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim