4 mánaða !
Emilía á 4 mánaða afmæli í dag, og okkur finnst tíminn fljúga. Sjálfri finnst mér eins og ég sé að lifa í framtíðinni, hvað gerðist? Skyndilega á maður barn og það er ekki nýfætt heldur 4 mánaða gamallt! Tók mynd af henni til að skjalfesta daginn, myndin að ofan er sem sagt splunkuný, tekin kl. 18:34 þriðjudaginn þann 4. október.
Við skiluðum vöggunni sem við fengum í láni hjá Ingibjörgu frænku á sunnudag og fengum í staðinn lánað rimlarúmið hennar Sögu. Emilía hefur núna sofið í því í tvær nætur og líkar greinilega mjög vel, því hún tók upp á því fyrstu og aðra nóttina að vakna ekkert til að drekka heldur svaf frá 21:30 til 7:00 báðar næturnar. Það má taka fram að það hefur ALDREI gerst áður en við vonum að þetta sé frekar orðin regla en undantekning :=)
2 Ummæli:
Æ hvað hún er sæt og alveg eins og mamma sín:-)
Knús, moster Sonja
Höfundur Nafnlaus, Þann 12:43 f.h.
Sú er flott ... og dugleg að vera farin að sofa alla nóttina. Hún er örugglega bara búin að fatta að það er miklu notalegra ... fyrir utan það hvað mamman verður miklu hressari á morgnana. Nú ef henni snýst hugur þá er bara um að gera að koma henni í skilning um að næturþjónustan hefur verið lögð niður :-)
Gangi ykkur vel í uppeldinu!
Kveðja, Hjördís
Höfundur Nafnlaus, Þann 10:50 f.h.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim