"Kärt barn har många namn"
... segir maður í Svíþjóð og það á aldeilis við um hana Emilíu okkar. Hún á mörg nöfn sem við notum svona til gamans þegar Emilía bara nægir ekki til að útskýra hvað okkur finnst hún mikil krúsína. Nokkur þeirra eru: Snúllhildur Snoppufríð (Óli fann upp á þessu þegar hún var bara nokkurra daga) og Tjúllhildur (þegar hún er í vondu skapi), skonsa, sætabolla, rúsína, prinsessa, krúsína, dúlla, milla og svo auðvitað gælunafnið sem bara Magnús frændi notar: beibíí eða bíbí.
1 Ummæli:
Emilía mín!
Mikið ertu nú fullorðin fín og fríð.
kv. Ragna frænka
Höfundur Nafnlaus, Þann 2:40 f.h.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim