Emilía Þórný og Anna Soffía

sunnudagur, júlí 17, 2005

Magnús frændi í heimsókn


Þau Ingibjörg, Örvar og Magnús frændi eru í helgarheimsókn núna og fá allir að prófa að halda á Emilíu og gjarnan að skipta á henni líka :=). Magnús hefur verið agalega góður við litlu frænku sína og klappar henni varlega og segir "aaaahh". Hann á dálítið erfitt með að segja Emilía og kallar hana þess vegna "beibíí", enda er það náttúrulega vel við hæfi. Við fórum í picknick á ströndinni í dag og Magnús óð galvaskur út í svalt vattnið og synti og buslaði á fullu. Ætli Emilía baði nokkuð þar til næsta sumar og þá kanski hún verði jafnhrifin og Magnús.

3 Ummæli:

  • Hæ sætust. Kominn tími til að kíkja á síðuna þína aftur. Gömlu eru dugleg að uppfæra sé ég, eitthvað annað en sumir!!
    Gaman að sjá hvað þú stækkar en spurningin sem brennur hvað mest á okkur eftir að hafa farið yfir bloggin er... hvað kom fyrir hárið á pabba þínum????

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 11:57 e.h.  

  • Kæra fjölskylda,

    Hjartans þakkir fyrir höfðinglegar móttökur. Ferðin heim gekk eins og í sögu, lent kl. 10 og komin heim að verða 11. Emilía Þórný er sætasta stúlka sem fæðst hefur. Ekki fer nú mikið fyrir henni, sefur bara!!! Hlökkum til að hitta ykkur aftur...kannski í haust í Glerríkinu?!?!

    Kær kveðja,

    Ingibjörg, Örvar og Magnús.

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 9:18 e.h.  

  • Já, pabbinn lenti í vorhreingerningu og missti hárið. Þessi nýi stíll hefur þó vakið mikla lukku og er kominn til að vera..alla vega eitthvað fram á haust

    Höfundur Blogger Iris og Oli, Þann 7:53 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim