Emilía Þórný og Anna Soffía

sunnudagur, júní 26, 2005

Amma og afi í heimsókn



Amma Soffía og afi Baldur eru núna í heimsókn og Emilía Þórný nýtur þess (og foreldrarnir ekki síður, lúxus að fá hjálp við bleyjuskipti, uppvask og bara að komast í sturtu án þess að hafa áhyggjur af því að Emilía sé vöknuð eða ein að gráta). Óli fór í vinnuna sama dag og þau komu þannig að ég hef haft frábæran félagsskap heima og fengið smá reynslu í að fara með hana út. Emilía hefur farið niður í bæ, setið á kaffihúsi, farið í heilsdagsveislu á Midsommar og skroppið í dagsferð til Västerås og allt saman hefur gengið mjög vel. Það er helst ég sem er stressuð stundum en litla bara sefur á sínu græna í vagninum og lætur fátt trufla sig.
/Iris

2 Ummæli:

  • Mikið er hún nú falleg, litla daman. Hún minnir nú bara á stóra frænda, hann Magnús!

    Ástarkveðjur,

    Amma Dísa.

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 4:27 e.h.  

  • Litla daman er aldeilis orðin veraldarvön, búin að vera út um allt. Hún Emilía er greinilega alveg búin að gleyma fæðingunni og bara farin að brosa framan í heiminn, mikið verður gaman að sjá hana. Frá stelpunum, "hún er nú algjör snilld hún Emilía".
    Bestu kveðjur
    Ragna og Co.

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 3:48 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim