1 viku afmæli
Í gær var Emilía 1 viku gömul og Begga og Ingó voru svo sniðug að koma með ekta sænska "prinsesstårta" handa prinsessunni í tilefni dagsins.
Hún var annars svo upprifin yfir heimsókninni að hún sofnaði ekki fyrr en klukkan hálf átta um kvöldið og hafði þá verið vakandi frá því um eittleitið fyrir utan einhverja beuty-blunda í fanginu á mér og Óla yfir daginn. Henni var líka greinilega ægilega illt í maganum um kvöldið og mikið er það sárt að sjá hana þjást. Hélt svo fyrir okkur vöku í nótt. Könnumst ekki alveg við það að nýburar sofi svo mikið... hún er voðalega hrifin af því að vera vakandi og sérstaklega fyrripart nætur, svo er hún frekar róleg fram til hádegis. Sem sagt nátthrafn.
1 Ummæli:
Til hamingju með vikuafmælið, elsku Emilía Þórný mín. Mikið hlakka ég til að sjá þig.
Þín föðursystir, Ingibjörg.
Höfundur Nafnlaus, Þann 10:07 e.h.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim