19. maj = 40 vikur komnar ...
Þá kom að því að það stæði 19. maj í dagatalinu, og eins og mig grunaði þá er hann ekkert ólíkur öllum hinum dögunum. Klukkan að verða þrjú og ekkert bólar á baby-inu og engir verkir að láta á sér kræla heldur. Það er greinilegt að ég fæ að horfa á undankeppni Eurovision ótrufluð og kanski líka aðalkeppnina á laugardag, yes! Óla hefur dreymt að krílið komi 22. maj og mér líst bara vel á þá dagsetningu.
Fór til Gunillu ljósmóður á þriðjudag og samkvæmt henni sneri höfuðið niður í grindina en var ekki alveg skorðað heldur pínu "rukkbart" eða hreyfanlegt eins og það heitir á íslensku. Þetta þýðir sem sagt að það á eftir að síga aðeins meira, til að teljast full skorðað. Annars var allt með felldu, blóðsykur og blóðþrýstingur lágur og maginn akkúrat á meðalkúrvunni.
Á mynd: 39 vikur 3 dagar, tikkandi sprengja...
3 Ummæli:
Hæ, hæ! Vorum bara að tékka hvort eitthvað væri að gerast og ákváðum að kvitta fyrir okkur í leiðinni!
Bestu kveðjur,
Ingibjörg og fjölskylda.
Höfundur Nafnlaus, Þann 8:30 e.h.
Það er greinileg framför á stærð kúlunnar :o Nú er þetta allt að fara að koma. Þið hljótið að vera orðin spennt!
Barnið er sko búið að skorða sig hjá mér. Það þrýstir vel á lífbeinið, en má bara vera þar í bili, amk fram í júní.
hilsen,
Sonja
p.s. Er þetta Eyrún úr mai-juni2005 klúbbnum? HÆ hæ, vissi ekki að þú værir með blogg líka :o Íris - ert þú kannski þar líka?
Höfundur Sonja, Þann 3:01 e.h.
Kíktum á heimasíðuna til að tékka á stöðu mála. Okkur tókst greinilega ekki að hitta á sama daginn en við höfum þegar hafið undirbúning fyrir vagnarallið í sumar. Vonandi gengur allt vel þegar það kemur að stóra deginum.
Kveðja Bryndís, Magnús og Skotta
Höfundur Nafnlaus, Þann 9:00 e.h.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim