Foreldrafræðsla
Sl. föstudag (1. april) var komið að fyrsta tímanum í foreldrafræðslunni. Það tekur samtals 8 klst. að uppfræða verðandi foreldra hér í Sundbyberg og munum við mæta í tvo tíma í senn þrjá föstudaga í viðbót áður en við útskrifumst. Það er hún Gunilla ljósmóðir sem heldur í tímana og við erum 7 pör sem öll búum í sama hverfinu og eigum von á okkar fyrsta kríli á tímabilinu frá 15. maj til 6. júní ef ég man rétt. Við mættum aðallega til að hitta þetta fólk og ef maður verður heppin er það kanski einhver þar sem maður getur farið í göngutúra með þegar maður skyndilega á að fara að eyða/verja dögunum heimafyrir með litlum unga.
Í þessum fyrsta tíma var stelpum og strákum skipt í tvo hópa og við fengum að ræða vonir og væntingar í sambandi við fæðingu og tímann þar á eftir. Síðan vorum við sameinuð aftur og þetta rætt aðeins betur. Mér fannst þetta fara heldur hægt af stað en tíminn leið hratt og ég hef sjaldan hlegið jafnmikið að fæðingasögum Gunillu (sjáum til hvort mér verði hlátur í huga þegar kemur að þessu:=). Annars var það í raun bara ein spurning sem brann á mér en ég þorði ekki að bera hana fram: "hvað getur maður beðið lengi með að fara í þennan hræðilega sjúkraslopp í fæðingunni?" og "Má eiga í peysusetti og ... uhumm buxum!!". Óli hlær bara að þessari vitleysu, en hann heldur náttúrulega að ég sé að grínast, en mér er háalvara. Í næsta tíma fáum við að sjá "fæðingarmyndbönd" og þá á hann eftir að átta sig á því hvað ég er að tala um.
"Íris að æfa sig", með litlu Astrid, dóttur Åsu og Fredriks, 8 vikna.
2 Ummæli:
Rosalega lítur þú vel út, skvísa ... smart óléttuföt og flott klipping! Tekur þig líka mjög vel út með eitt svona lítið.
Held að það sé kannski betra að fara úr buxunum þegar unginn kemur út :-) Annars er maður svo upptekinn í fæðingunni að manni er nokk sama í hverju maður er ... eða hvort maður er yfirleitt í einhverju ... jafnvel þó það væru tíu sætir læknanemar að horfa :-)
Bestu kveðjur bumbubúans og væntanlegra foreldra,
Hjördís
Höfundur Nafnlaus, Þann 11:17 f.h.
Jey, það fer bara að koma að þessu! Við erum afar spennt hérna megin og hlökkum mikið til að hitta ykkur og krílið!
Kær kveðja, Ingibjörg og co.
Höfundur Nafnlaus, Þann 8:49 e.h.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim