Emilía Þórný og Anna Soffía

sunnudagur, febrúar 13, 2005

24 vikna skoðun

Þann 27. jan. var komið að 24 vikna skoðuninni. þetta er fyrsta skoðun þar sem ljósmóðir mælir legbotnshæð og er bumban því fyrst þá komin á graf. Bumban reyndist vera "meðalbumba" með 23cm legbotnshæð og verður spennandi að sjá hvort hún haldi sig þar út meðgönguna eða fari að taka einhverja óeðlilega vaxtakippi (sem við skulum ekki vona). Allt annað var líka mjög "lagom", blóðþrýstingur, þyngd, blóðsykurmagn og járnmagn sem hafði reyndar fallið aðeins og Írisi því ráðlagt að taka járntöflur og borða brokkolí, sem hún auðvitað gerir daglega... Og svo kemur það merkilega. Óli fékk að klukka hjartsláttinn og reyndist hann 132slög/min. Í 14. viku var hann 165slög/min. Við teljum okkur því vera búin að afsanna regluna um að hjartslátttur stráka sé undir 150slög/min. og stelpna yfir 150slög/min. Næsta mæðraskoðun verður í 28. viku.

1 Ummæli:

  • Vííí!! Komst loksins á dagbókina eftir smá "linka-brölt" af forsíðunni, eitthvað vesen með muninn á / og \... Ekkert smá gaman að fylgjast með. Vona að allt gangi vel! :)

    Kveðja, Hrefna

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 9:09 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim