34 vikur
Tíminn líður hratt og 34 vikur komnar, ekki nema um 6 vikur eftir. Samkvæmt síðustu mæðraskoðun hefur maginn ekki vaxið mikið sl. 2 vikur en okkur sýnist það nú ekki vera rétt, finnst hann vera alveg nógu stór og á sem sagt eftir að stækka enn meir. Við höldum bara að krílið hafi bara verið að stríða okkur eitthvað í mæðraskoðuninni og látið lítið fyrir sér fara, mældist því rétt undir meðalkúrvunni í það sinn.
Fengum að horfa á myndband með þremur fæðingum sl. föstudag í foreldrafræðslunni og við brögðin voru mismunandi, sumir felldu tár á meðan öðrum fannst aðallega óþægilegt að horfa á þetta (Óli var í hópi þeirra fyrrnefndu en Íris í hópi þeirra síðarnefndu). Við fengum að sjá sprautur og önnur tæki og tól sem eru notuð við fæðingar. Íris spurði svo hvort Karolínska byði eingöngu uppá hvíta sjúkrasloppa en svo er ekki, Karólínska er líka með bleika sjúkrasloppa. Nú er Íris mikið að spá í hvort hún eigi að velja þegar á hólminn er komið....
2 Ummæli:
Ööö, þér er sem sagt alvara...þú ert sú fyrsta sem ég hef nokkurn tíma heyrt um að spái í lit sjúkrasloppsins. Ágætt ef hann er mjúkur og þægilegur en annars...
Kv. Ingibjörg.
Höfundur
Nafnlaus, Þann
5:42 e.h.
Jæja, Íris mín.
Skemmtilegar pælingar hjá þér :-)
Svo skiptir þetta engu máli þegar á hólminn er komið.....
En þú lítur alveg stórvel út !
kv.
Helga.
Höfundur
Nafnlaus, Þann
11:35 f.h.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim