Emilía Þórný og Anna Soffía

fimmtudagur, maí 05, 2005

38 vikur og stóri dagurinn nálgast



Nú er foreldrafræðslunni lokið á MVC (Mödravårds Centralen) og við erum orðnir útlærðir foreldrar. Á MVC fengum við að sjá heimildamyndir um fæðingar og brjóstagjafir (the epic movie "Bröst är bäst") sem og allar hugsanlegar verkjastillandi aðferðir s.s. nálastungur voru kynntar og ræddar. Við erum einnig búin að versla fyrir hálf fjárlög íslenska ríkisins í Babyland (http://www.babyland.se/) og eigum allar græjur sem svona kríli þurfa nauðsynlega að fá. Hverjum hefði dottið í hug að það væri til svona mikið af barnagræjum? Það eru greinilega snillingar að verki sem að finna upp á öllu þessu dóti sem að maður getur hreinlega ekki verið án. Það er ómögulegt að ímynda sér hvernig foreldrar okkar fóru að þegar ekki voru til rafmagns brjóstapumpur og þvottabalar með hitamælum og sæti. Við erum annars á leiðinni út úr bænum í rómantíska herragarðsheimsókn á morgun þar sem ætlunin er að njóta síðustu daganna áður en krílið lætur sjá sig. Það verður víst ekki mikið um svoleiðis ferðir á næstunni og því um að gera að nota tækifærið :-)

2 Ummæli:

  • Jæja, nú er heldur betur farið að styttast í þetta ... spennandi. Þið verðið nú að vera dugleg að setja inn "ekki-fréttir" til að halda okkur rólegum hérna á Klakanum þar til eitthvað gerist :-)
    Hafið það gott og njótið síðustu barnlausu daganna!

    Kveðja,
    Hjördís

    Höfundur Blogger Hjördís, Þann 11:12 e.h.  

  • Hæ hæ. Voðalega ertu með netta og sæta bumbu. Gott að vita að allt gengur vel. Þetta er svo fljótt að líða. Mér finnst að maður ætti að vera óléttur miklu lengur en 9 mánuði :o

    kv.
    Sonja 35v

    Höfundur Blogger Sonja, Þann 2:13 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim