Emilía Þórný og Anna Soffía

miðvikudagur, maí 25, 2005

+ 5 dagar og ekkert að gerast...

"Komdu út", biðjum við Óli, en krílið virðist ekkert vera á þeim buxunum, þótt það sé orðið heldur þröngt í maganum. Mér finnst barnið hafa tekið einhvern vaxtakipp síðustu daga og það er greinilegt að barn af þessari stærð hefur ekkert að gera í maganum degi lengur. Það er orðið ótrúlega sterkt og spyrnir sér með fótunum og þrýstir upp bossanum, boxar með höndunum og teygir sig (og mig!) í allar áttir.
Fer í langa göngutúra og geng í tröppum til að koma þessu af stað en allt kemur fyrir ekki. Var á röltinu í 5 klst í bænum í dag og gerði allt sem maður óskar sér að maður gæti gert þegar maður er fastur í vinnunni á fínum sumardegi: fékk mér hádegismat með Beggu, settist niður á kaffihús og drakk kaffi latte og las bók, verslaði smá og skoðaði í búðarglugga. Er búin að pakka niður dótinu sem við tökum með okkur á fæðingardeildina þannig að við erum tilbúin að rjúka út um leið og fæðingin (sem á náttúrulega eftir að vera hröð og taka fljótt af) fer af stað. Hef aldrei hlakkað til þess að fá verki, en núna magnast eftirvæntingin með hverjum deginum sem líður...

4 Ummæli:

  • Er ekki meðal fram-yfir-tíminn 10 dagar? Reyndar er erfitt að fara meira en 7 daga fram yfir hérna í USA því læknarnir eru svo nervös... Hvernig er það í Svíþjóð?

    Höfundur Blogger Hrefna, Þann 8:45 f.h.  

  • Hæ hæ

    Giska á 28. maí, strákur, 53 cm og 4000 g

    Gangi ykkur vel :)

    Kveðja,

    Adda

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 1:44 e.h.  

  • Ég man eftirvæntinguna að fá að upplifa hríðar síðast. Nú er ekki langt í að ég fái að gera það aftur. :)

    Sonja - fæðingar-junkie

    Höfundur Blogger Sonja, Þann 3:01 e.h.  

  • Ætli við eigum ekki sama dag!!!! Nei ég vona þín vegna að þú eigir ekki eftir að bíða svo lengi. Ég held fast í 27. maí sem er á morgun annað kemur þá bara í ljós þá heldur maður bara áfram að giska,HEHE.
    Kveðja Rakel og co

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 6:53 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim