Góðir hlutir gerast hægt...
... sagði einhver, eða var það ekki þannig? Það er alla vega á hreinu að krílið er ekkert að flýta sér í heiminn, verður orðið að rúsínu þegar það loksins kemur út eftir 42, 43(?) vikna sund í maganum.
Í dag er meðgangan orðin 41 vika og ég fór í tilefni dagsins til Gunillu ljósmóður til að tjekka á kúlunni. Blóðþrýstingurinn náði núna sögulegu lágmarki (105/50) og allt bara í stakasta lagi. Barnið er núna skorðað (one small step...), alltaf eitthvað til að gleðjast yfir:=)
Fór að spyrjast fyrir um hvert framhaldið yrði ef barnið lætur bíða enn lengur eftir sér og það er greinilegt að Svíar eru fyrir náttúrulega fæðingu og ekki gangsettningu. Þegar ég verð komin 2 vikur framyfir fer ég í skoðun á Karolinska þar sem fósturstærð og legvatn o.fl. verður metið og mælt. Ef allt er í lagi verður ekkert gert heldur þessi skoðun endurtekin á 2ja daga fresti þar til ég er gengin 3 vikur (!!) framyfir og þá er fæðingin loksins sett af stað, þ.e. ef þetta kemur ekki af sjálfu sér. Sem sagt er síðasti sjens á að barnið fæðist u.þ.b. 11. júní, spurning hvort maður biðji ekki bara um viku í viðbót og panti svo keisara 17. júní, til að gera þetta nú með stæl úr því að það er verið að bíða svona lengi á annað borð.
4 Ummæli:
Ehhh.. Eruð þið búin að prófa allar hingar skemmtilegu aðferðirnar fyrir utan kaffi og stigagönguferðir? Þar er ég að sjálfsögðu að tala um kynlíf (!!!) og "nipple stimulation"... Svínvirkar...!! :) :) :)
Höfundur Hrefna, Þann 5:06 e.h.
Ég verð þá kannski bara á undan þér :o Viltu koma í kapp? he he
Það virðist sem Svíar séu aðeins skynsamari í þessum gangsetningarmálum en Íslendingar. Hérna er sko 20v sónarinn tekinn sem heilög mæling og þér er sko ekki 'leyft' að fara 42v, ekki nema þú berist fyrir því með klóm og kjafti.
Höfundur Sonja, Þann 5:14 e.h.
úfff 43 vikur, ég vona að þið þurfið ekki að bíða það lengi. Mér fannst nóg að bíða í 40 vikur og 4 daga. Annars bíður maður spenntur eftir fréttum.
Kveðja Bryndís
Höfundur Nafnlaus, Þann 6:15 e.h.
Ég var gengin 16 daga fram yfir þegar Magnús leit loksins dagsins ljós og það var meira en nóg! 43 vikur er allt, allt of langt!
Höfundur Nafnlaus, Þann 8:39 e.h.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim