Nenni ekki að hanga hér, vil ferðast og skemmta mér...
Það er greinilegt að Emilíu líkar ekki við neina lognmollu. Það hefur reyndar verið frekar greinilegt frá því að hún fæddist, vildi alltaf láta ganga með sig svo hún gæti séð það sem var í kringum hana. Kann alltaf vel við sig innanum fólk og getur þá dundað sér ein þegar eitthvað er að gerast í kringum hana. Núna er ég líka farin að taka eftir því að ef ég er ein heima með hana, þá sættir hún sig ekki við að ég setjist með kaffibolla og Moggann, þótt hún sé úthvíld og ný búin að borða, þá fer hún strax að kvarta, og ekkert annað að gera fyrir mig enn að koma mér af rassinum og fara að vaska upp, ryksuga, eða eitthvað annað sem felur í sér hávaða og hreyfingu, að sitja fyrir framan tölvuna telst greinilega ekki til alvöru vinnu og því er það ekki samþykkt. Að rabba í síma er hins vegar leyfilegt, þótt það sé í upp undir klukkutíma :=)
1 Ummæli:
Jiii, hvað mér finnst hún hafa þroskast síðan við sáum hana, og ekki nema tæpur mánuður síðan! Hvenær ætlið þið að heimsækja okkur???
Kv. Ingibjörg og co.
Höfundur
Nafnlaus, Þann
8:07 e.h.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim