Emilía Þórný og Anna Soffía

þriðjudagur, október 25, 2005

Helgarferð til Sundsvall


Við mæðgur skildum Óla eftir í Stockhólmi um helgina á meðan við fórum í stutta helgarferð til Sundsvall. Þar heimsóttum við Malin, Marcus og 7 mánað dóttur þeirra Sophie. Vorum samferða Önnu-Åsu og dóttur hennar Ester og svo kom Camilla með fjölskyldu frá Vasteras och Angelina og Thomas lika. Þetta var heilmikið fjör, 8 fullorðnir og 5 börn en við náðum samt að gera margt skemmtilegt. Emilía var algjör engill, kvartaði aldrei þrátt fyrir 5 tíma keyrslu fram og tilbaka, mikið af nýju fólki, nýjar svefnrútínur og stöðug læti. Þó svo að hún væri vakin um miðnætti bæði kvöldin, dúðuð og sett í bílstólinn kvartaði hún aldrei heldur horfði bara í kringum sig og sofnaði svo aftur þegar heim var komið (gistum ekki hjá Malin heldur hjá foreldrum Önnu-Åsu). Það átti enginn til orð yfir því hvað hún var mikið fyrirmyndarbarn og örugg með sig. Hér fyrir ofan er mynd af Gun, mömmu Malinar, og Kerstin, frænku hennar, að passa stelpurnar okkar þær Ester (dökkhærð), Sophie og Emilíu á meðan við fengum að baka einhvers konar hrökkbrauð eftir kúnstarinnar reglum í gömlum viðarofni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim