Frú Barbarú og Herra Strumpur?
Já, við köllum þau Emilíu og Hilmi ýmsum nöfnum, bleikt og blátt, Barbarú og Strumpur, Stor och Liten. Það síðasta á samt varla við lengur, Hilmir er að taka góðan vaxtakipp þannig að þessir 2.5 mánuðir sem munar á þeim fara að strokast út smám saman. Við Begga bíðum spenntar eftir að þau fari að taka meira eftir hvoru öðru. Það kom samt í ljós í síðustu viku að Emilíu finnst Hilmir vera með spennandi eyru og svo hafa þau hjalað við hvort annað nokkrum sinnum.
3 Ummæli:
Ji þessi mynd er alveg sætust! Ofsalega eru þau myndarleg...
Höfundur
María, Þann
1:09 e.h.
Ég held það sé ekki til sætara par !
Höfundur
Nafnlaus, Þann
2:09 e.h.
Vá hvað þú ert orðin stór Emilía!!! Ekkert smá flott stelpa, farin að borða "mannamat" og allt (það má þó deila um þessa grauta, hvort þeir eru fólki bjóðandi ;) )
Bestu kveðjur
Guðrún, Robbi og Margrét Hrönn
Höfundur
Nafnlaus, Þann
1:27 e.h.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim