Emilía Þórný og Anna Soffía

þriðjudagur, desember 13, 2005

Santa Lucia

Í dag er haldið upp á dag hinnar heilögu Luciu hér í Svíþjóð og Emilía fór því á sína fyrstu tónleika sem haldnir voru með "luciatåg" og öllu tilheyrandi í Sundbybergs kyrka í kvöld. Hún var voðalega góð, reyndi að raula aðeins með í n0kkrum lögum enda vön að fá að syngja með heima hjá sér. Annars má nefna að það er nákvæmlega ár síðan við fórum í sónar og fengum að sjá hana í mallanum, það var einmitt á Luciunni 2004, og við gleymum því aldrei. Ótrúlegt að það sé bara ár síðan og hún orðin svona stór, farin að hanga í stólsfótum, syngja, frussa m.m.

1 Ummæli:

  • Mikið ertu orðin dugleg Emilía Þórný. Það var mjög gaman að hitta þig þegar þú komst til Íslands. Ég hlakka til þegar við getum spjallað saman - það er nú ekkert voðalega langt þangað til! Kveðja Stefán Geir.

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 11:55 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim