Emilía Þórný og Anna Soffía

miðvikudagur, janúar 11, 2006

"Kann sjálf"

Eða öllu heldur "vil sjálf". Emilía er farin að taka um skeiðina þegar maður er að mata hana og vill sem sagt borða sjálf, mér finnst þetta frekar snemmt og mjöög kámugt!! Verð að skaffa blautbúning fyrir bæði hana og mig. Matartíminn sem sagt orðinn viðburðarmeiri og tekur lengri og lengri tíma, bæði vegna þess að Emilía teygir sig eftir skeiðinni, vill skoða innihaldið í smekknum (sem ég loka helst augunum fyrir, bläää!), vill lyfta smekknum svo hann sé fyrir andlitinu og reynir að tyggja þessa litlu bita sem eru í barnamatnum eða vandar sig við að spýta hverjum einasta bita út úr sér....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim