Emilía Þórný og Anna Soffía

föstudagur, janúar 06, 2006

Sól, sól skín á mig!

Þá eru þessar tvær vikur í sólinni liðnar og við komin heim í algjört vetrarríki. Miklar andstæður fyrir Emilíu að taka inn á einum degi og hún skildi örugglega ekkert í neinu þegar við fórum úr 27 stiga hita og sól í Sharm el Sheik, yfir í -15 gráður og snjó í Stockhólmi. Hefði örugglega orðið eftir í Egyptalandi hefði hún mátt velja. Fannst sólin, sjórinn og sundlaugin algjört æði og hló af kæti þegar hún sá glampandi vattnið og leikandi öldurnar. Svo var heldur ekki amalegt að hafa fullt af fólki í kringum sig til að spjalla við alla daga, og ef ættingjarnir brugðust þá var alltaf einhver myndarlegur Egypti tilbúinn að gantast aðeins með mann. Emilía Þórný lærði snemma að Egyptarnir væri skemmtilegir kallar og fylgdist frekar spennt með þeim, heldur en mömmu og pabba.
Ferðin var í alla staði frábær, í Egyptalandi er margt að skoða og þarf manni ekkert að láta sér leiðast, við náðum að skoða heilmikið, en langar samt aftur til að sjá enn meira. Kórallrifin eru heil draumaveröld út af fyrir sig, eins og að synda í fiskabúri með risastórum gullfiskum í öllum regnbogans litum.
Annars er það helst í fréttum að Emilía fékk skap 28. des. þegar hún skyndilega sýndi að henni líkar ekki þegar hlutir eru teknir af henni sem hún er að leika við. Aldrei áður hafði hún sýnt að henni væri sama, en þarna skyndilega fór hún að háorga ef eitthvað var tekið af henni, og hún hefur haldið því áfram síðan. Nú fer kanski að reyna eitthvað á mann. Spurning hvaða uppeldisaðferð skal velja...

2 Ummæli:

  • Velkomin heim til ykkar og gleðilegt ár. Þetta hefur greinilega verið frábær ferð hjá ykkur. Allir notið veðurblíðunnar sem okkur vantar svolítið hér heima. Það er greinilegt að Emilía er algjörg sjarma tröll og ágætt að hún hefur svolítið skap, foreldrarnir verða nú að díla við eitthvað skemmtilegt.
    Bestu kveðjur
    Ragna og family

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 1:22 f.h.  

  • Er þetta ekki bara aukinn þroski, þetta með að kvarta þegar hlutir eru teknir af manni? Þetta kom líka fram hjá Ásu Sóleyju á sama tíma (þó ég sé ekki með það uppá dag, he he). Allt í einu fór hún að kvarta þegar stóra systir var að rífa af henni dót.

    Höfundur Blogger Sonja, Þann 1:31 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim