Emilía Þórný og Anna Soffía

laugardagur, febrúar 04, 2006

8 mánaða og fjör færist í leikinn

Emilía Þórný er 8 mánaða í dag og ekkert ungabarn lengur. Hún er orðin talsvert fimari í höndunum og getur því leikið sér meira sjálf. Stundum væri gaman að vita hvað hún væri að hugsa! Henni finnst voðalega gaman þegar er líf og fjör, sjarmar fólk í kringum sig með því að horfa beint í augun á fólki og brosa sínu breiðasta, þetta er stundum dálítið óþægilegt þegar maður situr í Tunnelbananum, eða í biðröð einhvers staðar og kærir sig ekki um að fara að tala við ókunnuga. Hins vegar kemur það sér ágætlega á kaffihúsum og í búðum, það er ekkert sjaldgæft að allar afgreiðslustúlkurnar séu komnar til hennar að tala við hana.

Þetta finnst henni gaman:

  • Að leika sér að tágkörfu sem við eigum, hún er stór og spennandi
  • Dagblöð, tímarit og bækur
  • Fjarstýringar og lyklaborð
  • Stórar hrærur, sleikjur og annað dót úr eldhúsinu
  • Verkfærakassinn sinn, sem hún klemmur sig stundum á, þá er ekki jafngaman
  • Feluleikur
  • Að standa upp við eitthvað (þarf samt að passa hana vel)
  • Drekka úr málinu sínu
  • Borða mat með bitum í, þá reynir hún að tyggja eins og hún væri með tennur
  • Borða brauðsneið eða naga skorpu
  • Láta lesa fyrir sig upp úr "Unginn Kvakar" og "Boken om garden"
  • frussa
  • og margt, margt fleira...
Emilía er ekki komin með neinar tennur og er hún því ein eftir í foreldragrúppunni sem er ekki komin með tönn. Hún er ekki farin að skríða en dregur sig áfram á maganum. Talar mikið og segir: dadadada, mamamam, gagagaga, papapapa og aðra varianta af þessum hljóðum. Og svo er hún farin að reyna að klappa saman höndunum.

3 Ummæli:

  • Mikið er gaman að fá að fylgjast með ykkur þarna úti. Þótt það heyrist ekki oft í mér þá les ég síðuna ykkar reglulega :-)
    kv.
    Helga Þ.

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 9:24 f.h.  

  • Við mæðgur erum ekki heldur duglegar að kvitta fyrir okkur en við kíkjum þó alltaf á ykkur öðru hvoru. Gaman að heyra hvað er að gerast hjá ykkur, maður kannast nú við margt af þessu. Það verður gaman að hitta ykkur þegar þið komið til landsins.

    Kveðja Bryndís og Katrín Hekla

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 1:51 e.h.  

  • Vá hva hún er allt í einu orðin stór :) gaman að geta skoðað myndir af henni hér. Hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið heim.

    Lilja Frænka

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 12:59 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim