Búin að pakka!
Emilía er hér búin að pakka sjálfri sér í kassa með lopapeysunni o.fl. En ætli hún fái nú ekki að fara í flugið með mömmu, það gæti verið erfitt að ná henni úr tollinum, hún er jú "made in Sweden". Elskan okkar var í svo kölluðu BOEL testi hjá hjúkkunni á barnavardscentralen um daginn og reyndist hún vera með leiftursnöggt viðbragð og fína heyrn. Svo var hún mæld 9.7kg og 74cm.
Hún fékk svo í fyrsta skiptið heimagerða máltíð ídag í staðinn fyrir Hipp dósamatinn. Þá varð tagliatelle með rjómabættri tómat og aubergine sósu fyrir valinu og borðaði hún það með bestu lyst mömmu til mikillar ánægju.
2 Ummæli:
Ooooo hvað við afi hlökkum til að sjá þig á sunnudaginn, þú ert orðin svo stórubarnaleg núna, en komdu nú endilega í flugvélinni með mömmu þinni.
Kær kveðja,
amma Soffía
Höfundur
Nafnlaus, Þann
10:12 f.h.
Það verður nú gaman að fá ykkur heim, hlökkum mikið til.Gangi ykkur vel að pakka og komast af stað.
kveðja
Ragna frænka
Höfundur
Nafnlaus, Þann
12:12 e.h.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim