Aðventan
Stelpurnar eru komnar í mikið jólaskap - jólaandinn fór á eitthvert "æðra stig" í gær þegar ljóst var að Stekkjastaur myndi koma til byggða um nóttina. Emilía ákvað að freista þess að setja eitt "par" af skóm í gluggann, var mikið að spekúlera og ákvað að lokum að prófa. Hún uppskar þá bréf frá stekkjastaur - það var skemmtilegt og nú eru enn tveir skór í glugganum - rökstuðningurinn fyrir því er sá að þá myndi e.t.v. næsti jólasveinn "ruglast" og gefa í þá báða... haha. Annars er farið að örla á svolitlum efa hjá þeirri eldri en hún spurði mig alvarleg á svip í morgun þegar við biðum eftir að Hurðaskellir kæmi í viðtal á Rás 2 "mamma, eru jólasveinar í alvöru til?". Við þetta bætast svo endalausar spurningar um hvernig hann komist inn, hvar hann kaupi gjafirnar (æjæj), hver borgi fyrir þær, hvernig hann nái að fara til hennar og Magnúsar í Svíþjóð sömu nóttina, af hverju mamma og pabbi fái ekki í skóinn og svona má lengi telja.
Læt fylgja tvær myndir af stúlkunum sem voru teknar heima um síðustu helgi. Hari á heiðurinn af myndunum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim