Emilía Þórný og Anna Soffía

mánudagur, desember 19, 2005

Ég fer í fríið, ég fer..

Á morgun förum við til Sharm el Sheik í Egyptaland og verðum þar yfir jól og áramót ásamt foreldrum okkar, systrum og barni (Mamú ... eða Magnús). Það verður gaman að eyða jólunum í sól og sumri og fjarri ölli stressi. Í kvöld erum við búin að pakka niður ógrynni af farangri þar sem Emilíu föt og ýmsir fylgihlutir eru rúmlega helmingur. Þó hefur slæðst niður ein og ein flík á foreldrana sem og forláta "snorkl"græjur sem Íris segist ekki geta lifað án. Emilía er orðin mjög spennt fyrir ferðinni og hefur verið að máta sumarfötin sín undanfarna daga og sést hér að ofan með einn af mörgum sólhöttum sínum. Hún er aldeilis flott á því daman.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og góðs nýs árs 2006. Við sendum sólarkveðjur frá Egyptlandi. Sjáumst á næsta ári.

Óli, Íris og Emilía Þórný

þriðjudagur, desember 13, 2005

Santa Lucia

Í dag er haldið upp á dag hinnar heilögu Luciu hér í Svíþjóð og Emilía fór því á sína fyrstu tónleika sem haldnir voru með "luciatåg" og öllu tilheyrandi í Sundbybergs kyrka í kvöld. Hún var voðalega góð, reyndi að raula aðeins með í n0kkrum lögum enda vön að fá að syngja með heima hjá sér. Annars má nefna að það er nákvæmlega ár síðan við fórum í sónar og fengum að sjá hana í mallanum, það var einmitt á Luciunni 2004, og við gleymum því aldrei. Ótrúlegt að það sé bara ár síðan og hún orðin svona stór, farin að hanga í stólsfótum, syngja, frussa m.m.

sunnudagur, desember 04, 2005

Emilía og Ingibjörg


Emilía Þórný og Ingibjörg eru orðnir mestu mátar eins og sést hér að ofan. Emilíu finnst gaman að leika "rífa og tæta" um þessar mundir og sama hvað um er að ræða. Að taka í hárið á Ingibjörgu er ansi vinsælt og í gær fékk laugardags "mogginn" að kenna á því og var ólesanlegur eftir það. Ég er nú viss um að það hefði nú ekki verið vinsælt ef ég hefði gert það sama þegar ég var smápolli enda var moggalestur á laugardagskvöldum heilög stund hjá Magga afa.
Í dag er Emilía orðin 6 mánaða gömul og heldur upp á daginn með að heilsa upp á vini og vandamenn á Íslandi en þær Íris eru á leið þangað í dag í vikuheimsókn. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að það séu liðnir 6 mánuðir frá því að hún kom í heiminn þessi elska. Tíminn hefur liðið svo hratt og hún hefur þroskast mikið á þessum tíma. Upp á síðkastið virðist sem að þroskahraðinn hafi aukist. Maður sér mun á henni milli þess sem maður fer í vinnuna að morgni og kemur heim að kvöldi. Þá er hún búin að finna upp á einhverju nýju hljóði, farin að sitja eða uppgötva eitthvern merkilegan hlut sem hún sá ekki áður. Ég bíð spenntur eftir að fá að byrja á mínu feðraorlofi núna í mars og fá að eyða 6 mánuðum með Emilíu Þórnýju í fókus.
PS: Við erum búin að uppfæra myndasíðuna loksins. Væntanlegt eru svo skírnarmyndir og sumar á Íslandi