Pabbinn heilsar
Halló halló gott fólk !!!
Nú er ekkert að gerast hjá okkur og því sannarlega tilefni til að blogga aðeins og flytja smá "ekki-fréttir". Ég var mikið búinn að pæla í þeirri kennitölu sem að barnið myndi fá því að maí mánuður 2005 er svo sannarlega gósenmánuður fyrir svona tölunörda eins og mig.
050505, bæði á Íslandi og í Svíþjóð
050515 eða 150505
050520 eða 200505
050525 eða 250505
050530 eða 300505
Það er ótrúlegt að barnið skuli ekki hafa hitt á eitthvað af þessum tölum :-) Ég er núna að biðja Írisi um að stefna frekar á 7. júní fyrir 050607 (070605) en undirtektir eru eitthvað dræmar.
Annars höfum við nú verið að spá í meðgöngulengd í ættunum okkar og það virðist ekkert vera óalgengt að börn gangi yfir tímann, alla vega Írisar megin. Þetta er því ekkert óeðlilegt ef tekið er tillit til þessa. Þetta er nú ekki alslæmt því að börn sem ganga yfir tímann eru einstaklega gáfuð börn, alla vega samkvæmt konunni sem vinnur í miðasölunni á lestarstöðinni hérna niðrí Centrum. Einnig fæddist víst stórleikarinn Jackie Chan eftir 10 mánuði meðgöngu þ.a. þetta verður greinlega ofurgáfuð kvikmyndstjarna.
Það var ekki meira í ekki-fréttum að þessu sinni.
Bæjó frá Sundbyberg
Óli