Emilía Þórný og Anna Soffía

fimmtudagur, september 29, 2005

"Kärt barn har många namn"

... segir maður í Svíþjóð og það á aldeilis við um hana Emilíu okkar. Hún á mörg nöfn sem við notum svona til gamans þegar Emilía bara nægir ekki til að útskýra hvað okkur finnst hún mikil krúsína. Nokkur þeirra eru: Snúllhildur Snoppufríð (Óli fann upp á þessu þegar hún var bara nokkurra daga) og Tjúllhildur (þegar hún er í vondu skapi), skonsa, sætabolla, rúsína, prinsessa, krúsína, dúlla, milla og svo auðvitað gælunafnið sem bara Magnús frændi notar: beibíí eða bíbí.

þriðjudagur, september 27, 2005

Hún er ung og leikur sér...

Emilía er smám saman farin að geta leikið sjálf í lengri og lengri tíma í einu. Eftir að hún fór að geta gripið í hluti og sett þá upp í sig er hún orðin miklu rólegri á teppinu sínu. Það gerðist "breik-þrú" í þessum málum þriðjudaginn þann 30. ágúst, þá var skottan 12,5 vikna gömul og hún varð mikið rólegri fyrir vikið, hafði verið að pirrast heilmikið á því að átta sig ekki á fjarlægð frá hendi til hlutar... ef þið skiljið.
Tölvumálin hjá okkur eru enn ekki alveg komin í lag og við höfum ekki náð gögnum af harðadiskinum okkar, þess vegna eru engar myndir komnar frá sumarfríinu á íslandi, við höldum samt í vonina um að ná í þetta á endanum.

föstudagur, september 02, 2005

Tölvan hrunin

Stutt skilaboð: Tölvan heima gaf upp öndina þannig að við erum blogg og myndalaus um þessar mundir. Við búumst við að vera komin aftur í gang fljótlega.
Kveðja
Íris, Óli og Emilía Þórný