Komin í sumarfrí til Íslands
Þá erum við mæðgur komnar til Íslands í frí. Flugferðin gekk eins og í sögu! Emilía var algjör engill, svaf og var bara að skoða sig um öllum til mikillar ánægju. Ég gat borðað matinn, lesið uppáhalds tímaritið mitt um þessar mundir; "Mama" og slappað af. Leið eins og hinni "fullkomnu móður", en ég held frekar að Emilía hafi verið fullkomin þessar klukkustundir (eins og auðvitað alltaf). Emilía hefur núna fengið að hitta bæði ömmur og afa og langömmur og er alsæl, saknar samt pabba síns en hann kemur á laugardag! Meiri fréttir frá klakanum (sem er reyndar alveg að bráðna í sólskininu) koma síðar.