35 vikur og 2460gr
Við létum eftir okkur að fara í auka sónar á föstudag. Við fengum allan sónarinn á myndbandi með okkur heim og þar að auki nokkrar ljósmyndir af yndinu. Við gátum séð hluta af andlitinu og það lítur út fyrir að krílið erfi þykkar varir Óla og ekki varaleysið mitt. Samkvæmt ljósmóðurinni var allt eins og það á að vera og barnið mældist 2460gr, eða 5% undir "meðalbarni" í viku 35 sem fæðist 3500gr eftir 40 vikna meðgöngu. Það virðist því sem martraðir mínar um risabarn eigi sér enga stoð í raunveruleikanum og ég get því farið að slaka á.