Vinkonurnar í heimsókn
Um daginn komu svo vinkonurnar í heimsókn og það var heilmikið fjör. Við strákarnir höfum allir eignast stelpur og bara stelpur. Hér má svo sjá hersinguna.
E.t.v. Margrét Hrönn Róbertsdóttir, janúar 2003; Rósa Bergmann, nóvember 2003
N.t.v. Birna Bergmann, júní 2005; Emilía Þórný Ólafsdóttir, júní 2005
Við Emilía erum nú lítið utandyra þessa dagana enda þvílíkt vetrarveður skollið á. 2 gráður, rok og svo einstaka snjókorn....og það er 22. maí í dag. Það er því mest leikið sér innandyra sem getur tekið dálítið á taugarnar hjá minni. Hún vill nú alltaf vera á ferð og flugi svo að þetta ástand er óviðunandi.
Emilía er búin að bæta við nokkrum nýjum orðum í orðaforðann sinn. Dada, Ekki og Hæ/Bæ komu í síðustu viku. Að sjálfsögðu er ég stoltur að hún sé farin að segja pabbi en hún kallar mig nú samt oft mömmu. Svo mætti halda að henni væri bannað mjög mikið þar sem "ekki, ekki, ekki,..." heyrist æ oftar, humhum.
Að lokum er svo búið að setja nýtt blundakerfi í gagnið. Hún var hætt að sýnast þreytt þegar hún átti að sofna í tveggja blunda kerfinu þ.a. hún sefur núna bara einu sinni á dag, svona frá hádegi til hálf-þrjú, þrjú. Þetta er að reynast ágætlega eftir þennan stutta reynslutíma sem er kominn, hún er orðin örþreytt á kvöldin klukkan átta og sofnar um leið og sefur til 7, hálf-átta sem er náttúrulega frábært.
//ÓLI