Emilía Þórný og Anna Soffía

miðvikudagur, maí 10, 2006

Trjákonan og nýjar myndir


Þessi skemmtilega mynd var tekin úti á sunnudaginn og sýnist Emilía svífa yfir runnunum. Í raun er það nú hann faðir hennar sem er með hana á háhest :-)
Í dag var æðislegt veður með 19 gráðu hita og sól. Við Emilía Þórný fórum í langan göngutúr niður í Laugardal og hálfa leið niður í bæ með Magga og Birnu. Þær voru svo sannarlega í góðu stuði eins og feður þeirra. Á dögum sem þessum er yndislegt að vera í foreldraorlofi og geta verið úti og notið veðurblíðunnar.
Emilía Þórný kann vel við sig í nýja herberginu og sefur betur en nokkru sinni fyrr. Hún er farin að vinka bless og klappa lófunum svo að það heyrist. Hún er orðin ansi dugleg að ganga með fram og er fljót að koma sér á milli stóla, sófa og borða. Hún er líka farin að ganga með litla bláa vagninn sinn. Því miður er íbúðin okkar frekar lítil þ.a. það er ansi mikil vinna að vera snúa henni við þegar hún keyrir á hindranir en það er nú vel þess virði. Göngustíllinn er nú ennþá nokkuð stirðbusalegur (bannað að beygja hné) en henni fer fram með hverjum deginum.
Á myndasíðunni okkar eru nú nokkrar myndir frá janúar og fram í byrjun maí.
//Óli

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim