Emilía Þórný og Anna Soffía

laugardagur, apríl 08, 2006

10 mánaða pæja

Emilía er núna orðin 10 mánaða og er alger orkubolti sem vill alltaf vera annars staðar en hún er þá stundina. Hún er að sjálfsögðu komin með 4 tennur og fleiri eru á leiðinni, hún er farin að standa upp við hluti (m.a. í rúminu sínu), talar heilmikið á "Emilísku" en á mannamáli kann hún að segja mamma, afa, datt og takk (2 síðustu eru um það bil eins). Ég reyni þó að kenna henni að segja pabbi en það kemur bara mamma út. Hún er mjög músíkölsk stelpan og hefur gaman af því að hlusta á músík, hvort sem það sé í útvarpinu eða við foreldrarnir sem að spila á píanó, gítar eða munnhörpu. Hún situr þá og dillar sér í takt við músíkina. Auðvitað spilar hún síðan sjálf á píanóið og gítarinn en hefur ekki náð tökum á munnhörpunni ennþá
Annars í öðrum fréttum þá erum við búin að vera í 1 og 1/2 mánuð á Íslandi og geri aðrir betur. Íbúðin okkar í kjallaranum er alveg að verða tilbúin til innflutnings, bara eftir að leggja parket á eldhús, setja borðplötu, baðskáp,....öhhhhh...það eru nú þó nokkur smáatriði eftir en við stefnum á að flytja helgina eftir páska.

1 Ummæli:

  • Sælinú gott fólk. Hvenær fáum við að sjá myndir af nýju/gömlu góðu kjallaraíbúðinni?!? Kv. Imba.

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 8:25 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim