Í dag er komið sumar
Í morgun er búið að vera frábært veður hérna á íslenskan mælikvarða eða 10 gráður og sól meira að segja. Það er meira segja talað um að í dag verði hitametið slegið Við Emilía byrjuðum daginn að skreppa upp í bakarí og ætluðum að kaupa brauð fyrir endurnar blessaðar í Laugardalnum. Þessi íslensku bakarí eru alveg æði, við gátum fengið 7 kg. af brauði gefins ef við vildum. Þetta gerðist nú aldrei í Sverige enda eru dagsgömul brauð hátt verðlögð, eða á fullu verði fram á síðasta söludag. Við vorum nú bara hæversk og tókum 1/2 kg og töltum okkur svo niður í Laugardalinn og gáfum öndum, gæsum og dúfum brauð. Þeirri litlu fannst það sko gaman en hún varð að fá bita öðru hvoru eins og hinir fulgarnir. Núna sefur þessi elska og þá getur maður loksins sett í þvottavél og ryksugað sinnt sumarstörfunum eins og að þvo gluggana að utanverðu.
Því miður er engin mynd að þessu sinni, batteríið í myndavélinni fór í hleðslu í morgun og var ekki klárt annars hefði verið hér mynd af Emilíu með fuglunum.
2 Ummæli:
Þvílíkur fyrirmyndar faðir-í-feðraorlofi þú ert Óli ! Meðan barnið blessað sefur ert þú bara á miljón í heimilisverkunum... aðrir f-í-f mættu taka þig til fyrirmyndar ;)
Ha ? Neinei, ég er ekki að tala um neinn sérstakan....
Kram från Stockholm
Höfundur
Begga, Þann
10:12 f.h.
Hæ frænka hlakka rosalega til að sjá þig og nýja kjallarann hef heyrt að það sé orðið mjög fínt hjá ykkur ig svo heyri ég líka að þú sért voða góð. Vonandi hittumst við um jólin en við byðjum að heilsa öllum á Íslandi kveðja Rakel og strákarnir
Höfundur
Nafnlaus, Þann
10:52 e.h.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim