Flutt og komin með eigið herbergi
Emilía Þórný flutti nú um helgina úr Álfheimum 22 í Álfheima 22, sem sagt af efri hæðinni niður í kjallaríbúðina sem að ég er búinn að vera að gera í stand frá því í byrjun mars. Emilía er komin með eigið herbergi þar og svaf þar í fyrsta skipti núna frá sunnudegi til mánudags. Það gekk vonum framar, við Íris sáum fyrir okkur andvökunætur þar sem hlaupið væri fram og tilbaka milli herbergjanna okkar. Það varð ekki raunin þar sem að hún hefur sofið vel báðar næturnar þessi elska. Emilía stendur nú upp við borð og stóla og er farin að fikra sig á milli staða. Það líður eflaust ekki á löngu þar til að hún fari að sleppa sér og láti reyna gönguhæfnina. Hún er farin að taka aðeins meiri sénsa núna og dettur svona 2-3svar á dag núna með tilheyrandi gráti og gnístran tanna. En hún er fljót af á stað aftur. Eitthvað hefur verið kvartað undan myndaleysi á myndasíðunni hennar en það stendur allt til bóta. Ég set inn myndir mjööööög fljótlega :-D. Læt hér fylgja með eina frá því um páskana frá sumarbústaði ömmu og afa. Það mætti kalla þessa mynd "Unga stúlkan og útsýnið". Henni fannst alveg frábært að standa upp við gluggasylluna og horfa á útsýnið en aðallega voru það flugurnar sem að skemmtu henni.
//Óli
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim