Halló !
Emilía verður 2 ára á mánudaginn 4. júní og er stefnt að því að halda afmælið helgina á eftir með pompi og prakt í Álfheimunum. Manni finnst nú stutt síðan hún varð eins árs og ekki mikið lengra síðan hún fæddist. Af okkur er annars allt gott að frétta, húsbyggingar ganga vel eins og myndin sýnir hér fyrir neðan og sumarið er loksins komið.
Emilía Þórný er byrjuð á leikskólanum Austurborg sem er við Grensáskirkju/Hvassaleiti. Hún er búin að vera á leikskólanum í 2 vikur með aðlögun og líkar mjög vel. Hún er mikið úti að leika sér, Skoppa og Skrítla hafa komið í heimsókn auk þess sem þau fengu 4 hesta í heimsókn í dag. Einnig er Agnes frænka hennar leikskólakennari á Austurborg og Elín Rós stóra frænka er á elstu deildinni og hafa þær tekið vel á móti henni sem og allt starfsfólkið. Okkur líst mjög vel á þennan skóla, aðstaðan er góð sem og starfsfólk.
Það koma inn myndir fljótlega eftir afmælið hennar.
Kveðja
ÓLI