Síðustu tölur
Emilía fór í 18 mánaða skoðun í dag og fékk "mycket väl godkännt" á öllum sviðum. Hún er orðin heil 11.7 kg að þyngd og 84.5 cm að lengd og hefur aðallega lengst frá síðustu skoðun enda vaxtarlagið aðeins búið að breytast. Hún fékk sprautu í bossann en kvartaði ekki neitt, fannst bara allt svo spennandi hjá lækninum að hún tók varla eftir sprautunni. Síðan fór hún í jólaklippinguna hjá honum Dóra á Langholtsveginum og er nú ætlunin að mynda þessa fínu klippingu á morgun og setja á bloggið.
Á miðvikudagskvöldið koma svo Ingibjörg og Magnús og eru þá flutt heim frá Danmörku. Örvar er að vinna fram á jóladagskvöld og kemur þá með síðasta flugi. Það verður stemming hérna um jólin hjá þeim frændsystkinum enda verður familían Jensen eitthvað hérna fram í janúar á meðan íbúðin þeirra er standsett.