Emilía Þórný og Anna Soffía

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Í fréttum er þetta helst....


Emilía Þórný er nú að skríða í 18 mánuðina þann 4. desember, ég segi skríða því hún er ekki ennþá farin að ganga ein og óstudd nema að litlu marki. Hún tekur þó rispur fyrir okkur einstaka sinnum en kann samt best við sig skríðandi eða gangandi á hnjánum. Orðaforðinn er að stóraukast og koma nú ný orð á hverjum degi, t.d.
"Hadí" = Hafdís, uppáhaldsfóstran á Lundi.
"Kók" = Kókómjólk, sykurskert að sjálfsögðu
"Hjó" = Hjól
"Gúkka" = Dúkka
Emilía fékk lungabólgu í síðustu viku og var alveg heima. Hún er orðin ress aftur, smá hósti eftir en að öðru leyti góð. Það er víst algengara en maður heldur að börn fái lungabólgu. Í dag var svo fyrsti dagurinn á leikskólanum í 10 daga og var hún mjög ánægð með að komast aftur til krakkanna og "Hadí".