Emilía Þórný á 1 árs afmæli ídag! Það var auðvitað haldin afmælisveisla í tilefni dagsins og var mikið líf og fjör í henni enda góður hópur af krökkum mættur á svæðið. Þegar ljóst var að allir kæmust aldrei fyrir í íbúðinni okkar var ákveðið að halda partýið uppi hjá Dísu ömmu. Mætt voru m.a. Rósa, Birna,Baldvin, Natalía, Kaja, Elín Rós, Gyða og Sigurður ásamt foreldrum þeirra, öðrum ættingjum og ömmum, afa og langömmu.Emilíu fannst svo gaman í afmælinu að hún vissi varla í hvorn fótinn hún ætti að stíga. Það sást til hennar á ganginum uppi þegar hún var að skríða á milli herbergja en snéri strax við til að missa ekki af fjörinu í hinu herberginu.Boðið var upp á íslenskar hnallþórur ásamt oblígatorísktri súkkulaðiköku skreytta smarties og einu kerti sem Emilía gerði tilrauntil að blása á, en mamma varð að koma til hjálpar. Hún fékk ekkert að gæða sér á neinum kökum enda svo spennt að húnmátti ekki einu sinni vera að því að borða kvöldmatinn.Afmælisgjafirnar voru margar og flottar og fékk hún fullt af fínu, nýju dóti, m.a. æðislegan síma á hjólum sem spilar ogrosalega flottan, rauðan brunabíl sem hún getur gengið með eða ýtt sér áfram á. Hún neitaði að skilja við brunabílinn þannig að viðurðum á endanum að fela hann þegar komið var að því að hátta og bursta tennur fyrir svefninn. Svo fékk hún líka mikið af fallegum fötum og æðisgengna, bleika, púmaskó frá Magnúsi frænda í Danmörku.Á myndinni sést hún á brunabílnum að hringja og segja "hæ, hæ!" í símann, en þannig vildi hún helst vera! Það er erfitt að trúa því að það sé ekki nema ár síðan litla "debban" okkar kom í heiminn, hún er orðin svo mikil manneskja sem spásserar um með vagninn sinn og segir "hæ!" hátt og snjallt, verður reið þegar hún fær ekki sínu framgengt, buslar í baðinu og tínir upp í sig cheerios og býður okkur líka.
Afmæliskveðjur frá afmælisprinsessu og foreldrum hennar!